„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2015 19:52 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson. Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41
„Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21
„Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22