Vilja umbylta landbúnaðarstefnu Samfylkingarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 08:14 Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira