Vilja umbylta landbúnaðarstefnu Samfylkingarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 08:14 Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira