Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 14:07 Jakúb Moravec er kominn á spítala en hann slapp furðuvel. Vísir/Getty Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. „Við vorum sofandi í tjaldinu þegar ég vaknaði við það að ísbjörninn stóð ofan á mér. Hann ætlaði beint í hausinn á mér,“ segir Jakúb Moravec í samtali við NRK. Ferðafélagi Jakúbs náði að skjóta björninn sem hörfaði þá frá tjaldinu. Stuttu síðar kom sýslumaðurinn á Svalbarða á þyrlu og skaut dýrið til bana. Jakúb var svo fluttur á sjúkrahús en hann slapp ótrúlega vel miðað við þá hættu sem hann var. Hann er með sár og skurði í andliti og á bringu. „Ég náði ekki hugsa um neitt annað en að koma birninum frá. Ég vonaði bara að ég myndi sleppa frá þessu lifandi,“ segir Jakúb. Jakúb var í tjaldi með tveimur öðrum og í öðru tjaldi við hliðina á var Zuzanna Hankova ásamt móður sinni og vini. „Við heyrðum þá kalla „Björn! Björn!“. Við erum með riffil fyrir utan hvert tjald og svo skammbyssu hjá okkur inni í tjöldunum. Þeir sem ráðist var á höfðu engin tækifæri á að ná í byssurnar sínar svo mamma mín tók skammbyssuna okkar og skaut björninn þrisvar sinnum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal NRK við Jakúb. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. „Við vorum sofandi í tjaldinu þegar ég vaknaði við það að ísbjörninn stóð ofan á mér. Hann ætlaði beint í hausinn á mér,“ segir Jakúb Moravec í samtali við NRK. Ferðafélagi Jakúbs náði að skjóta björninn sem hörfaði þá frá tjaldinu. Stuttu síðar kom sýslumaðurinn á Svalbarða á þyrlu og skaut dýrið til bana. Jakúb var svo fluttur á sjúkrahús en hann slapp ótrúlega vel miðað við þá hættu sem hann var. Hann er með sár og skurði í andliti og á bringu. „Ég náði ekki hugsa um neitt annað en að koma birninum frá. Ég vonaði bara að ég myndi sleppa frá þessu lifandi,“ segir Jakúb. Jakúb var í tjaldi með tveimur öðrum og í öðru tjaldi við hliðina á var Zuzanna Hankova ásamt móður sinni og vini. „Við heyrðum þá kalla „Björn! Björn!“. Við erum með riffil fyrir utan hvert tjald og svo skammbyssu hjá okkur inni í tjöldunum. Þeir sem ráðist var á höfðu engin tækifæri á að ná í byssurnar sínar svo mamma mín tók skammbyssuna okkar og skaut björninn þrisvar sinnum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal NRK við Jakúb.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira