Innlent

Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jakúb Moravec er kominn á spítala en hann slapp furðuvel.
Jakúb Moravec er kominn á spítala en hann slapp furðuvel. Vísir/Getty
Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða.

„Við vorum sofandi í tjaldinu þegar ég vaknaði við það að ísbjörninn stóð ofan á mér. Hann ætlaði beint í hausinn á mér,“ segir Jakúb Moravec í samtali við NRK.

Ferðafélagi Jakúbs náði að skjóta björninn sem hörfaði þá frá tjaldinu. Stuttu síðar kom sýslumaðurinn á Svalbarða á þyrlu og skaut dýrið til bana.

Jakúb var svo fluttur á sjúkrahús en hann slapp ótrúlega vel miðað við þá hættu sem hann var. Hann er með sár og skurði í andliti og á bringu.

„Ég náði ekki hugsa um neitt annað en að koma birninum frá. Ég vonaði bara að ég myndi sleppa frá þessu lifandi,“ segir Jakúb.

Jakúb var í tjaldi með tveimur öðrum og í öðru tjaldi við hliðina á var Zuzanna Hankova ásamt móður sinni og vini.

„Við heyrðum þá kalla „Björn! Björn!“. Við erum með riffil fyrir utan hvert tjald og svo skammbyssu hjá okkur inni í tjöldunum. Þeir sem ráðist var á höfðu engin tækifæri á að ná í byssurnar sínar svo mamma mín tók skammbyssuna okkar og skaut björninn þrisvar sinnum.“

Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal NRK við Jakúb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×