Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2015 19:19 Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur. Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur.
Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24