Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2015 19:19 Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur. Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. Nýir eigendur ætla að breyta honum í fimmtíu herbergja heilsárshótel. Þegar flest var fyrir um aldarfjórðungi voru um 130 nemendur í skólanum og mikið líf en nú er þarna allt tómt og enga hreyfingu að sjá. Þessar fjögur þúsund fermetra byggingar risu á árunum frá 1970 til 1990 en í haust var skellt í lás og ákveðið að nemendum úr sveitinni yrði framvegis ekið í skólann á Hvammstanga. „Það er búið að vera tveggja til þriggja ára samráðsferli við foreldra og nemendur og það má segja að tekist hafi að hlusta á flest sjónarmið aðila. Þannig að það myndaðist mikil sátt um þessa ákvörðun,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Framan af bjó stór hluti nemenda á heimavist, eins og Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási kynntist fyrir meira en 40 árum. Hann segist hafa byrjað á heimavist átta eða níu ára gamall, þar hafi hann búið frá mánudegi til föstudags, og það hafi verið erfið reynsla. Kveðst hann hafa verið feginn því að sínar dætur skyldu ekki þurfa að dvelja á heimavist. Eva Pálsdóttir, 16 ára gömul, býr á Laugarbakka og hún var í síðasta árgangi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor. Hún kveðst sakna skólans og það sé leiðinlegt að sjá skólahúsin tóm.Horft til Laugarbakkaskóla af hringveginum í Húnavatnssýslum. Þorpið að Laugarbakka sést nær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eddu-hótel hefur verið verið rekið þarna á sumrin en nýir eigendur, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir, sem keyptu skólann af Húnaþingi vestra, áforma miklar endurbætur þegar þau fá eignina afhenta í haust. Tómas segir að herbergjum fjölgi úr 28 upp í 50 og þau verði öll með baði. Þetta verði heilsársrekstur.
Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24