IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2015 15:54 Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Vísir/Ernir IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23
Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33