Innlent

Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
„Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. Orðum sínum beindi hann að Gústafi Níelssyni sem einnig tók þátt í umræðunum.

Gústaf Níelsson gerði einn af viðmælendum Múslimanna okkar, Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman, að umtalsefni í færslu á Facebook síðu sinni eftir að fyrri hluti þáttanna var sýndur. Tilefnið var að í þættinum kemur fram að Nasir, sem hefur búið hér í 19 ár og vann árum saman á ýmsum veitingahúsum, er með brjósklos og hjartavandamál sem hafa gert hann óvinnufæran að mestu. Hann er því öryrki í dag. Um þetta skrifar Gústaf á Facebook að hann í reynd “staðfestir að þetta ágæta fólk er ekki hér til þess að aðlagast menningu og siðum innfæddra. „Kokkurinn á Kleppsveginum" hafði þó lært til fullnustu listina að þurfa ekki að sjá fyrir sér og landaði auðvitað örorkubótum á besta aldri með hækjuna undir hönd;”

Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×