Fékk ekki að fara með blindrahundinn Bónó á Kringlukrána Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2015 10:44 Halldór Sævar ásamt blindrahundinum Bónó á Hamborgarafabrikkunni. Halldóri Sævari Guðbergssyni var meinað um að fara með blindrahundinn sinn inn á Kringlukrána í gær. Halldór hafði farið í Kringluna ásamt Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formanni Þroskahjálpar í Kringluna, þar sem hann hafði gert innkaup í Bónus ásamt leiðsöguhundinum Bónó. Í framhaldinu var ákveðið að fara á Kringlukrána og hafði Halldór gert sér vonir um að fá sér hamborgara á veitingastaðnum en honum var ekki hleypt inn því hann var með blindrahund með sér. Bryndís Snæbjörnsdóttir segir í samtali við Vísi að afgreiðslustúlka hefði tekið á móti þeim og sagst ætla að finna gott borð fyrir Bryndís, Halldór og blindrahundinn Bónó til að sitja við.Boðið að bíða úti á svölum „Svo gengur stúlkan að barborðinu og það er greinilega einhver rekistefna við borðið en svo kemur ungur piltur og segir okkur að hann geti ekki boðið okkur að koma inn með hundinn en segir að hundurinn geti beðið úti á svölum á meðan. Blindrahundar eru ekki gerðir til að bíða úti á svölum,“ segir Bryndís en Halldór benti starfsmanninum á lög á Íslandi sem segja að blindrahundar eigi að fylgja eiganda sínum. „Hann fékk þau svör að gæludýr væru ekki leyfð inni á Kringlukránni. Maður fann strax að það var ekki umræðugrundvöllur fyrir þessu og hann ætlaði ekki að hleypa okkur inn með hundinn. Það stefndi í leiðindi ef við hefðum farið að þræta og mann langar ekki að þræta til að komast inn á veitingastað,“ segir Bryndís.Reglulega sár Þau hættu því við ferðina á Kringlukrána og ákváðu að fara á Hamborgarafabrikkuna þar sem Bónó var vel tekið og fékk að fylgja eiganda sínum. „Halldór var reglulega sár og leiður yfir þessu og þess vegna ákváðum við að segja frá þessu. Til að laga aðgengi þarf maður að vekja athygli á misréttinu. Bónó er Halldóri jafn mikilvægur og hjólastóll fyrir hreyfihamlaða,“ segir Bryndís. Sophus Sigþórsson er eigandi Kringlukrárinnar en hann hafði ekki kannað málið þegar Vísir hafði samband við hann. „Þetta er örugglega bara eitthvað klúður hjá starfsmanni. Þetta hefur ekki verið neitt vandamál hingað til. Ég held að þetta hafi verið einhver misskilningur,“ segir Sophus.Post by Halldór Sævar Guðbergsson. Tengdar fréttir Fengu hrossakjöt í steikarsamloku: „Við erum ekki að fela neitt“ Þórdís Lilja Bergs og eiginmaður hennar gerðu sér glaðan dag og skelltu sér út að borða í hádeginu. 24. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Halldóri Sævari Guðbergssyni var meinað um að fara með blindrahundinn sinn inn á Kringlukrána í gær. Halldór hafði farið í Kringluna ásamt Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formanni Þroskahjálpar í Kringluna, þar sem hann hafði gert innkaup í Bónus ásamt leiðsöguhundinum Bónó. Í framhaldinu var ákveðið að fara á Kringlukrána og hafði Halldór gert sér vonir um að fá sér hamborgara á veitingastaðnum en honum var ekki hleypt inn því hann var með blindrahund með sér. Bryndís Snæbjörnsdóttir segir í samtali við Vísi að afgreiðslustúlka hefði tekið á móti þeim og sagst ætla að finna gott borð fyrir Bryndís, Halldór og blindrahundinn Bónó til að sitja við.Boðið að bíða úti á svölum „Svo gengur stúlkan að barborðinu og það er greinilega einhver rekistefna við borðið en svo kemur ungur piltur og segir okkur að hann geti ekki boðið okkur að koma inn með hundinn en segir að hundurinn geti beðið úti á svölum á meðan. Blindrahundar eru ekki gerðir til að bíða úti á svölum,“ segir Bryndís en Halldór benti starfsmanninum á lög á Íslandi sem segja að blindrahundar eigi að fylgja eiganda sínum. „Hann fékk þau svör að gæludýr væru ekki leyfð inni á Kringlukránni. Maður fann strax að það var ekki umræðugrundvöllur fyrir þessu og hann ætlaði ekki að hleypa okkur inn með hundinn. Það stefndi í leiðindi ef við hefðum farið að þræta og mann langar ekki að þræta til að komast inn á veitingastað,“ segir Bryndís.Reglulega sár Þau hættu því við ferðina á Kringlukrána og ákváðu að fara á Hamborgarafabrikkuna þar sem Bónó var vel tekið og fékk að fylgja eiganda sínum. „Halldór var reglulega sár og leiður yfir þessu og þess vegna ákváðum við að segja frá þessu. Til að laga aðgengi þarf maður að vekja athygli á misréttinu. Bónó er Halldóri jafn mikilvægur og hjólastóll fyrir hreyfihamlaða,“ segir Bryndís. Sophus Sigþórsson er eigandi Kringlukrárinnar en hann hafði ekki kannað málið þegar Vísir hafði samband við hann. „Þetta er örugglega bara eitthvað klúður hjá starfsmanni. Þetta hefur ekki verið neitt vandamál hingað til. Ég held að þetta hafi verið einhver misskilningur,“ segir Sophus.Post by Halldór Sævar Guðbergsson.
Tengdar fréttir Fengu hrossakjöt í steikarsamloku: „Við erum ekki að fela neitt“ Þórdís Lilja Bergs og eiginmaður hennar gerðu sér glaðan dag og skelltu sér út að borða í hádeginu. 24. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Fengu hrossakjöt í steikarsamloku: „Við erum ekki að fela neitt“ Þórdís Lilja Bergs og eiginmaður hennar gerðu sér glaðan dag og skelltu sér út að borða í hádeginu. 24. febrúar 2015 20:30