Innlent

Flugvél knúin sólarorku lögð af stað í hnattferð

Hrund Þórsdóttir skrifar
Stefnt er að því að flugvélin, sem eingöngu er knúin sólarorku, fari hringinn í kringum jörðina á tæpum fimm mánuðum. Mennirnir á bak við ævintýrið eru tveir svissneskir flugmenn, þeir Andre Borschberg og Bertrand Piccard, en sá síðarnefndi flaug fyrstu útgáfu vélarinnar þvert yfir Bandaríkin árið 2013. Félaganna bíður heilmikil þolraun enda eiga þeir um 35 þúsund kílómetra ferðalag fyrir höndum og þótt vélin geti náð 140 kílómetra hraða á klukkustund verður henni flogið helmingi hægar vegna orkusparnaðar.

„Við erum spenntir en einbeittir og þetta er algjör hamingja,“ sagði Borschberg fyrir flugtak í morgun, en hann sat við stýrið fyrsta legg ferðalagsins.

Vænghaf vélarinnar 72 metrar, eða meira en á Boeing 747 og á vængjunum eru 17 þúsund plötur sem safna sólarljósi sem knýr vélina. Markmið ferðarinnar er að vekja athygli á grænni orku og eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði var lagt í hann við sólarupprás í Abú Dabí í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×