Enski boltinn

Meistararnir rúlluðu yfir Newcastle | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
City-menn fagna einu þriggja marka sinna.
City-menn fagna einu þriggja marka sinna. vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City buðu til markaveislu þegar Newcastle United mætti í heimsókn á Etihad-völlinn. Lokatölur 5-0, City í vil, en mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

City-menn voru miklu sterkari aðilinn og eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 3-0, meisturunum í vil.

Sergio Agüero opnaði markareikninginn strax á 2. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Vurnon Anita fyrir brot á Edin Dzeko.

Tíu mínútum seinna bætti Samir Nasri öðru marki við og á 21. mínútu kom Dzeko City í 3-0 og leikurinn nánast búinn.

David Silva skoraði svo tvö lagleg mörk í byrjun seinni hálfleiks en Spánverjinn er kominn með níu mörk í deildinni í vetur.

Manchester City er nú fimm stigum á eftir Chelsea á toppideildarinnar en lærisveinar José Mourinho náðu aðeins jafntefli gegn Burnley á heimavelli fyrr í dag.

Man City 1-0 Newcastle Man City 2-0 Newcastle Man City 3-0 Newcastle Man City 4-0 Newcastle Man City 5-0 Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×