Enski boltinn

Lallana: Býst ekki við góðum móttökum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lallana hefur skorað sex mörk fyrir Liverpool á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Lallana hefur skorað sex mörk fyrir Liverpool á sínu fyrsta tímabili með liðinu. vísir/getty
Adam Lallana, leikmaður Liverpool, býst ekki við að fá hlýjar móttökur þegar hann mætir sínum gömlu félögum í Southampton á St Mary's í dag.

Lallana var keyptur til Liverpool frá Southampton í sumar en hann er uppalinn hjá Dýrlingunum.

Brotthvarf Lallana fór misjafnlega í stuðningsmenn Southampton og leikmaðurinn á ekki endilega von á góðum viðtökum þegar Liverpool kemur í heimsókn á St Mary's.

„Ég ætla ekki að ljúga, ég gat jafnvel hugsað mér að spila einungis með Southampton en svo varð ekki,“ sagði Lallana í samtali við Sky Sports.

„Ég stóð á krossgötum á ferlinum í sumar og þurfti að taka ákvörðun varðandi framtíðina sem ég sé ekki eftir. Ég býst ekki við góðum móttökum en ég verð að vera faglegur og sinna mínu starfi,“ sagði Lallana.

Leikur Southampton og Liverpool hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×