Enski boltinn

Rodgers: Lallana átti betra skilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Lallana í leiknum í gær.
Adam Lallana í leiknum í gær. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er ekki ánægður með þær viðtökur sem Adam Lallan fékk hjá sínu gamla félagi um helgina.

Liverpool vann í gær 2-0 sigur á Southampton á St. Mary's-vellinum með mörkum þeirra Philippe Coutinho og Raheem Sterling.

„Adam var fyrirliði hér í tvö ár og veitti Southampton ótrúlega þjónustu. Ég veit fyrir víst að hann fékk fjölmörg tækifæri til að yfirgefa félagið sem hann nýtti sér ekki,“ sagði Rodgers.

„Það voru vonbrigði að sjá hvers kyns mótttökur hann fékk. Ég leit í leikskrána og það var ekkert skrifað um tíma hans hér eða þann tíma sem hann hefur varið hjá félaginu síðan hann var strákur.“

„Svo má nefna Rickie Lambert. Hann er einn af þeim sem reyndist félaginu vel. Það var ekkert minnst á hann sem mér fannst dapurt.“

Lambert gekk í raðir Liverpool frá Southampton í sumar, sem og varnarmaðurinn Dejan Lovren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×