Enski boltinn

Chelsea áfrýjar brottvísun Matic | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chelsea hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Nemanja Matic fékk í leik liðsins gegn Burnley um helgina.

Matic brást illa við eftir tæklingu Ashley Barnes og ýtti honum til jarðar. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði í viðtali í gær að tækling Barnes hafi verið glæpsamleg og ógnað ferli Matic.

Chelsea hefur nú frest til klukkan 13.00 á morgun til að færa rök fyrir máli sínu gagnvart enska knattspyrnusambandinu. Matic fer að öllu óbreyttu í þriggja leikja bann og missir því af úrslitaleik liðsins gegn Tottenham í ensku deildabikarkeppninni um helgina, nema að rauða spjaldið verði dregið til baka.

Umrætt atvik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×