Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 12:10 Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32