„Ef hún vildi ekki að um þetta væri fjallað hefði hún átt að sleppa því að tússa bílinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 16:36 Reynir Traustason mætti í dómsal í dag en Ásgerður Jóna Flosadóttir var hvergi sjáanleg. Vísir/GVA Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst um frétt í DV í júlí 2013 þar sem fullyrt var að Ásgerður hafi verið kærð fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa tússað á bíla, en ummælin voru höfð eftir viðmælanda blaðsins sem var nágranni Ásgerðar. Ásgerður hefur viðurkennt að hafa tússað á rúðu annars bílsins en hún var orðin langþreytt á að nágrannarnir lögðu bifreiðum sínum í einkastæði hennar.Segja að Ásgerður hafi tússað á tvo bíla Tvö vitni voru kölluð fyrir dóminn í dag, annars vegar konan sem á bílinn sem tússað var á og hins vegar sonur hennar sem var á bílnum þegar Ásgerður tússaði á hann. Fram kom í máli þeirra beggja að tússað hefði verið á tvo bíla, bíl konunnar og svo vinnubíl sem sonur hennar var á. Konan leitaði til lögreglu í kjölfarið og sagðist fyrir dómi í dag hafa kært Ásgerði fyrir eignaspjöll, líkt og haldið var fram í DV. Hún gaf meðal annars skýrslu hjá lögreglu um málið sem einnig kom á staðinn og myndaði bílana. Rannsókn málsins var hins vegar hætt og það aldrei formlega kært en fyrir dómi í dag var meðal annars deilt um notkun orðsins „að kæra“, hvort Ásgerður hefði framið eignaspjöll og hvort hún væri opinber persóna.Ásgerður ekki opinber persóna? Lögmaður Ásgerðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hélt því fram að málið hefði aldrei verið kært til lögreglu heldur aðeins tilkynnt. Því bæri að ómerkja ummælin „Kærð fyrir að tússa á bíla“ og „Kærð fyrir eignaspjöll“ þar sem það væri ekki rétt. Þá hefði Ásgerður ekki framið nein eignaspjöll enda sé þar um refsiverða háttsemi að ræða. Lögreglan hafi því átt að halda áfram með málið sem hún gerði ekki og því hafi „fréttaflutningur DV verið byggður á sandi.“ Þá hélt Vilhjálmur því fram að þetta framferði Ásgerðar hefði ekki átt neitt erindi við almenning þar sem hún væri ekki opinber persóna.Hvað þýðir orðið „að kæra“? Katrín Smári Ólafsdóttir, lögmaður Reynis Traustasonar, mótmælti þeirri fullyrðingu að málið hefði ekki verið kært. Sögnin „að kæra“ merkti til dæmis það að tilkynna til lögreglu að refsivert brot hafi verið framið. Þar af leiðandi hafi eigandi bílsins talið sig vera að kæra Ásgerði, eins og haft var eftir viðmælanda DV í umræddri frétt. Þá hafi jafnframt verið framin eignaspjöll þar sem það kostaði bæði fé og fyrirhöfn að þrífa tússið af bílunum, en nágranni Ásgerðar bar fyrir dómi að tússið hafi aldrei náðst alveg af bíl sínum. Þá sagði Katrín að þó Ásgerður væri ekki opinber persóna í hefðbundnum skilningi þá hefði hún engu að síður stigið inn í kastljós fjölmiðla sem formaður Fjölskylduhjálpar. „Hún þarf því að þola að um þetta sé fjallað. Ef hún vildi ekki að um þetta væri fjallað hefði hún átt að sleppa því að tússa bílinn,“ sagði Katrín. Því ber að halda til haga að upphaflegri frétt DV var breytt í netútgáfu blaðsins. Þá var upphaflega fréttin líka leiðrétt í janúar 2014 með fyrirsögninni „Ásgerður Jóna er saklaus“. Tengdar fréttir Tússaði á bíla en var aldrei kærð Fyrirtaka í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur á hendur Reyni Traustasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2014 12:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst um frétt í DV í júlí 2013 þar sem fullyrt var að Ásgerður hafi verið kærð fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa tússað á bíla, en ummælin voru höfð eftir viðmælanda blaðsins sem var nágranni Ásgerðar. Ásgerður hefur viðurkennt að hafa tússað á rúðu annars bílsins en hún var orðin langþreytt á að nágrannarnir lögðu bifreiðum sínum í einkastæði hennar.Segja að Ásgerður hafi tússað á tvo bíla Tvö vitni voru kölluð fyrir dóminn í dag, annars vegar konan sem á bílinn sem tússað var á og hins vegar sonur hennar sem var á bílnum þegar Ásgerður tússaði á hann. Fram kom í máli þeirra beggja að tússað hefði verið á tvo bíla, bíl konunnar og svo vinnubíl sem sonur hennar var á. Konan leitaði til lögreglu í kjölfarið og sagðist fyrir dómi í dag hafa kært Ásgerði fyrir eignaspjöll, líkt og haldið var fram í DV. Hún gaf meðal annars skýrslu hjá lögreglu um málið sem einnig kom á staðinn og myndaði bílana. Rannsókn málsins var hins vegar hætt og það aldrei formlega kært en fyrir dómi í dag var meðal annars deilt um notkun orðsins „að kæra“, hvort Ásgerður hefði framið eignaspjöll og hvort hún væri opinber persóna.Ásgerður ekki opinber persóna? Lögmaður Ásgerðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hélt því fram að málið hefði aldrei verið kært til lögreglu heldur aðeins tilkynnt. Því bæri að ómerkja ummælin „Kærð fyrir að tússa á bíla“ og „Kærð fyrir eignaspjöll“ þar sem það væri ekki rétt. Þá hefði Ásgerður ekki framið nein eignaspjöll enda sé þar um refsiverða háttsemi að ræða. Lögreglan hafi því átt að halda áfram með málið sem hún gerði ekki og því hafi „fréttaflutningur DV verið byggður á sandi.“ Þá hélt Vilhjálmur því fram að þetta framferði Ásgerðar hefði ekki átt neitt erindi við almenning þar sem hún væri ekki opinber persóna.Hvað þýðir orðið „að kæra“? Katrín Smári Ólafsdóttir, lögmaður Reynis Traustasonar, mótmælti þeirri fullyrðingu að málið hefði ekki verið kært. Sögnin „að kæra“ merkti til dæmis það að tilkynna til lögreglu að refsivert brot hafi verið framið. Þar af leiðandi hafi eigandi bílsins talið sig vera að kæra Ásgerði, eins og haft var eftir viðmælanda DV í umræddri frétt. Þá hafi jafnframt verið framin eignaspjöll þar sem það kostaði bæði fé og fyrirhöfn að þrífa tússið af bílunum, en nágranni Ásgerðar bar fyrir dómi að tússið hafi aldrei náðst alveg af bíl sínum. Þá sagði Katrín að þó Ásgerður væri ekki opinber persóna í hefðbundnum skilningi þá hefði hún engu að síður stigið inn í kastljós fjölmiðla sem formaður Fjölskylduhjálpar. „Hún þarf því að þola að um þetta sé fjallað. Ef hún vildi ekki að um þetta væri fjallað hefði hún átt að sleppa því að tússa bílinn,“ sagði Katrín. Því ber að halda til haga að upphaflegri frétt DV var breytt í netútgáfu blaðsins. Þá var upphaflega fréttin líka leiðrétt í janúar 2014 með fyrirsögninni „Ásgerður Jóna er saklaus“.
Tengdar fréttir Tússaði á bíla en var aldrei kærð Fyrirtaka í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur á hendur Reyni Traustasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2014 12:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Tússaði á bíla en var aldrei kærð Fyrirtaka í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur á hendur Reyni Traustasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2014 12:06