Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. febrúar 2015 20:11 Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. Hörð átök eru framundan á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin fékk liðsinni innan úr ríkisstjórninni fyrir kröfum sínum um krónutöluhækkanir þegar forsætisráðherra lýsti sig hlynntan þeim á Alþingi í dag. „Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, styður hann krónutöluhækkanir sérstaklega fyrir lægst launuðu hópana? Styður hann þessa kröfu um að lægstu taxtar séu ekki undir 300.000 krónum?“ spurði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag. „Virðulegur forseti. Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum bara nánast alveg sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komist til móts við fólk með lægri og meðaltekjur og það sé vel gert, jafnvel best gert með áherslu á krónutöluhækkanir,“ sagði Sigmundur Davíð í svari við fyrirspurn Katrínar. Á þessari mynd sem SA vann upp úr tölum Hagstofunnar sést glögglega hvernig kaupmáttur vegna launahækkana níunda áratugar síðustu aldar, fyrir Þjóðarsáttina, brann allur inni í verðbólgu þess tíma. Hægra megin á myndinni má sjá mun betri árangur hinna Norðurlandanna á sama tíma.Ljóst er að forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra greinir á um þetta miðað við orð fjármálaráðherra í þinginu 5. febrúar en þá sagði Bjarni: „Ég ætla einfaldlega að eftirláta það aðilum vinnumarkaðarins að finna lausn á því hvernig gengið verður frá kjarasamningum að þessu sinni, en þau skilaboð hljóta að fylgja héðan úr þingsal að menn skuli hafa í huga að gangi menn of hart fram segir sagan okkur hvar það endar, miklar nafnlaunahækkanir hafa tilhneigingu til að enda í verðbólgu líkt og Seðlabankinn benti á núna síðast. Og hvað gerist þá? Þá þurfum við að fara eina byltu enn. Úr því kemur engin kaupmáttaraukning.“ Kjarasamningar renna út á föstudag en himinn og haf eru á milli krafna verkalýðshreyfingarinnar og afstöðu Samtaka atvinnulífsins. „Ég held að það blasi alveg við að það verður mjög erfið staða að vinna úr. Ég held að við séum alveg sammála um mikilvægi þess að auka kaupmátt. Við erum bara mjög ósammála um hvaða leiðir séu hentugastar til þess. Ef að við náum saman um það markmið að hækka kaupmátt áfram og byggja á þeim árangri sem náðst hefur þá held ég við getum leyst úr þessari stöðu,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir niunda áratugs síðustu aldar brunnu allar inni í verðbólgu.Tvöföld verkan skynsamra kjarasamninga Þorsteinn segir að miklar hækkanir einstakra hópa geti leitt til ástands óðaverðbólgu eins og var hér á níunda áratugnum. Vegna ábyrgra kjarasamninga síðasta árs var vaxtabyrði og verðbótaþáttur húsnæðislána heimilanna á síðasta ári 60 milljörðum króna lægri en árið 2013. „Þetta er þessi tvöfalda verkan skynsamra kjarasamninga. Við náðum verðbólgunni niður og við náðum vaxtastiginu niður en um leið náðum við að auka kaupmátt mjög mikið,“ segir Þorsteinn. Í raun tapa allir á of miklum hækkunum í kjarasamningum því það keyrir upp verðbólguna og kaupmáttaraukning launahækkana verður engin. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. Hörð átök eru framundan á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin fékk liðsinni innan úr ríkisstjórninni fyrir kröfum sínum um krónutöluhækkanir þegar forsætisráðherra lýsti sig hlynntan þeim á Alþingi í dag. „Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, styður hann krónutöluhækkanir sérstaklega fyrir lægst launuðu hópana? Styður hann þessa kröfu um að lægstu taxtar séu ekki undir 300.000 krónum?“ spurði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag. „Virðulegur forseti. Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum bara nánast alveg sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komist til móts við fólk með lægri og meðaltekjur og það sé vel gert, jafnvel best gert með áherslu á krónutöluhækkanir,“ sagði Sigmundur Davíð í svari við fyrirspurn Katrínar. Á þessari mynd sem SA vann upp úr tölum Hagstofunnar sést glögglega hvernig kaupmáttur vegna launahækkana níunda áratugar síðustu aldar, fyrir Þjóðarsáttina, brann allur inni í verðbólgu þess tíma. Hægra megin á myndinni má sjá mun betri árangur hinna Norðurlandanna á sama tíma.Ljóst er að forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra greinir á um þetta miðað við orð fjármálaráðherra í þinginu 5. febrúar en þá sagði Bjarni: „Ég ætla einfaldlega að eftirláta það aðilum vinnumarkaðarins að finna lausn á því hvernig gengið verður frá kjarasamningum að þessu sinni, en þau skilaboð hljóta að fylgja héðan úr þingsal að menn skuli hafa í huga að gangi menn of hart fram segir sagan okkur hvar það endar, miklar nafnlaunahækkanir hafa tilhneigingu til að enda í verðbólgu líkt og Seðlabankinn benti á núna síðast. Og hvað gerist þá? Þá þurfum við að fara eina byltu enn. Úr því kemur engin kaupmáttaraukning.“ Kjarasamningar renna út á föstudag en himinn og haf eru á milli krafna verkalýðshreyfingarinnar og afstöðu Samtaka atvinnulífsins. „Ég held að það blasi alveg við að það verður mjög erfið staða að vinna úr. Ég held að við séum alveg sammála um mikilvægi þess að auka kaupmátt. Við erum bara mjög ósammála um hvaða leiðir séu hentugastar til þess. Ef að við náum saman um það markmið að hækka kaupmátt áfram og byggja á þeim árangri sem náðst hefur þá held ég við getum leyst úr þessari stöðu,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir niunda áratugs síðustu aldar brunnu allar inni í verðbólgu.Tvöföld verkan skynsamra kjarasamninga Þorsteinn segir að miklar hækkanir einstakra hópa geti leitt til ástands óðaverðbólgu eins og var hér á níunda áratugnum. Vegna ábyrgra kjarasamninga síðasta árs var vaxtabyrði og verðbótaþáttur húsnæðislána heimilanna á síðasta ári 60 milljörðum króna lægri en árið 2013. „Þetta er þessi tvöfalda verkan skynsamra kjarasamninga. Við náðum verðbólgunni niður og við náðum vaxtastiginu niður en um leið náðum við að auka kaupmátt mjög mikið,“ segir Þorsteinn. Í raun tapa allir á of miklum hækkunum í kjarasamningum því það keyrir upp verðbólguna og kaupmáttaraukning launahækkana verður engin.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira