Enski boltinn

Aron Einar hetja Cardiff

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson skoraði frábært mark fyrir Cardiff City í kvöld og tryggði liðinu öll stigin á útivelli gegn Wigan í kvöld.

Aron Einar prjónaði sig í gegnum alla vörn Wigan og lagði boltann svo í fjærhornið eins og þaulvanur framherji. Magnað mark.

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Rotherham, og fékk gult spjald, er liðið steinlá, 3-0 gegn Watford.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Bolton og spilaði í 71 mínútu er liðið tapaði 1-0 gegn Middlesbrough.

Jóhann Berg Guðmundsson lék svo allan leikinn fyrir Charlton sem tapaði, 2-0, gegn Derby.

Úrslit hjá Íslendingaliðunum:

Derby-Charlton  2-0

Middlesbrough-Bolton  1-0

Watford-Rotherham  3-0

Wigan-Cardiff  0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×