Innlent

Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu

Birgir Olgeirsson skrifar
60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði fyrr í dag.
60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði fyrr í dag. map.is
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði. Hefur reitur 4 verið rýmdur á Patreksfirði og hafa flóð fallið á Raknadalshlíð í Patreksfirði og fyrir ofan bæinn.

Lögreglan á Patreksfirði segir þrettán hús vera á reit 4 en ekki er búið í tveimur þeirra. 60 -70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag.

Þá hefur óvissustigi verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

Hér má sjá rýmingaráætlun fyrir Patreksfjörð en reitur 4 hefur verið rýmdur vegna snjóflóðahættu.Mynd/Veður.is

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×