„Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. febrúar 2015 21:12 Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn. Veður Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn.
Veður Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira