„Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. febrúar 2015 21:12 Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn. Veður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn.
Veður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira