Innlent

Engin virkni sást í gígnum

Atli Ísleifsson skrifar
Vísindamannaráð almannavarna kemur saman til fundar í fyrramálið.
Vísindamannaráð almannavarna kemur saman til fundar í fyrramálið. Vísir/Valli
Vísindamenn frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands flugu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni í þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag. Engin virkni sást í gígnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þar segir þó jafnframt að of snemmt sé að segja til um hvort gosinu sé lokið.

Vísindamannaráð almannavarna kemur saman til fundar í fyrramálið til að fara yfir gögn og leggja mat á framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×