Innlent

Neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra á fundi

Bjarki Ármannsson skrifar
Neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra fundar nú um þessar mundir. Til umræðu er meðal annars atvik sem átti sér stað í Kópavogi í dag. Þar var Þórði Guðlaugssyni, mikið fötluðum manni, ekið að endurhæfingarstöð þangað sem hann átti ekki að fara og skilinn eftir - þó enginn væri þar tilbúinn að taka á móti honum.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu til fjölmiðla hafa rætt við aðstandendur Þórðar og beðið þá afsökunar fyrir hönd Strætó. Hann segir félagið harma atvikið.

Frammistaða ferðaþjónustu fatlaðra hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna mánuði eftir breytingar á þjónustinni. Neyðarstjórn ferðaþjónustunnar var skipuð eftir alvarlegt atvik sem átti sér stað í síðustu viku. Þá gleymdist Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka, í bíl ferðaþjónustunnar og fannst ekki fyrr en eftir að lögregla hafði lýst eftir henni.






Tengdar fréttir

Akstursþjónusta fatlaðra fær þúsund símtöl á dag

Í minnisblaði frá framkvæmdastjóra Strætó og sviðsstjóra akstursþjónustunnar segir að frá því Strætó tók við akstri fatlaðra fyrir fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík um áramótin hafi að meðaltali borist 980 símtöl á dag frá notendum þjónustunnar

„Að þetta geti gerst er með ólíkindum“

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar, segir augljóst að skoða þurfi vel alla verkferla sem snúa að ferðaþjónustu fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×