Super Bowl-hetjan fékk pallbílinn sem Tom Brady vann Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 11:30 Ekki amalegur pallbíll. mynd/instagramsíða Patriots Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Þó Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, hafi verið langbesti leikmaðurinn í Super Bowl á dögunum sem Patriots vann, 28-24, í einum besta úrslitaleik sögunnar, þá var engin spurning um hver var hetja Patriots-liðsins. Bakvörðurinn ungi, Malcolm Butler, sem byrjaði leikinn á bekknum, komst inn í síðustu sendingu Russells Wilsons, leikstjórnanda Seattle Seahawks, á ótrúlegan hátt og vann leikinn fyrir New England. Tom Brady var eðlilega kjörinn besti leikmaður Super Bowl eða MVP og fékk fyrir það glænýjan, rauðan Chevrolet Colorado pallbíl. Rosalegar lokamínútur í Super Bowl 49: „Mig langar mikið að gefa Malcolm bílinn. Ég ætla að finna út leið til þess að gera það,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Ofurskálina. Vandamálin voru aðalega skattalegs eðlis. Brady hefur lítið að gera við 2,6 milljóna króna pallbíl þar sem hann og konan hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eru metin á 410 milljónir dala eða 54 milljarða króna. Brady fékk átta milljónir dala í grunnlaun fyrir síðasta tímabil eða einn milljarð króna á meðan Butler, sem er nýliði, var á lægsta samning sem fyrir finnst í NFL-deildinni. Hann fékk 510 þúsund dali fyrir sín störf eða 67 milljónir króna. Brady varð að ósk sinni í gær þegar Chevrolet-umboð eitt í Boston afhenti Butler pallbílinn við mikla hrifningu leikmannsins unga sem er nú spáð glæstri framtíð í NFL-deildinni. Nú er hann búinn að fá frían bíl og svo er talað um það í Boston að hann muni aldrei þurfa að borga fyrir drykk aftur á bar þar í borg á meðan hann lifir. Alltaf að spara. Tom Brady's Super Bowl MVP Chevy Truck now has a new owner: Malcolm Butler. A photo posted by New England Patriots (@patriots) on Feb 10, 2015 at 2:20pm PST
NFL Tengdar fréttir Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30 Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30 Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30 Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Urðu af hundruðum milljóna vegna lélegustu ákvörðunar íþróttasögunnar Menn eru enn að velta sér upp úr glórulausri ákvörðun Pete Carroll, þjálfara Seattle Seahawks, í Super Bowl-leiknum. 4. febrúar 2015 11:30
Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl. 7. febrúar 2015 23:30
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34
Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans. 3. febrúar 2015 22:30
Þjálfari Seattle tók á sig sökina 20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta. 2. febrúar 2015 09:57