Sport

Super Bowl sló áhorfsmet í Bandaríkjunum

vísir/getty
Bandaríkjamenn fjölmenntu fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudag til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og New England Patriots í úrslitum ameríska fótboltans.

Alls sáu 114,4 milljónir Bandaríkjamanna leikinn sem er met í sjónvarpsáhorfi þar í landi. Metið átti Super Bowl-leikurinn í fyrra en hann sáu 112,2 milljónir Bandaríkjamanna.

Reyndar eru sex síðustu Super Bowl-leikir vinsælasta sjónvarpsefni í sögu Bandaríkjanna.

Skal engan undra að margir hafi fylgst með leiknum sem var stórkostleg skemmtun. New England vann dramatískan sigur og hefur nú unnið deildina fjórum sinnum.

NFL

Tengdar fréttir

Þjálfari Seattle tók á sig sökina

20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×