Sport

Þjálfari Seattle tók á sig sökina

20 sekúndur á klukkunni, eitt skref eftir í markið og leikhlé inni. Seattle var með einn sterkasta hlaupara deildarinnar tilbúinn að klára leikinn en liðið ákvað að kasta.

Ákvörðun Seattle Seahawks að kasta í þessari stöðu verður minnst sem einhverrar verstu ákvörðunar í sögu NFL enda tapaði Seattle Super Bowl-leiknum á þessari ákvörðun í nótt. Patriots stal boltanum og kláraði leikinn.

Þjálfari liðsins, Pete Carroll, tók á sig sökina eftir leik.

„Ég sagði við strákana að sökin væri algjörlega mín. Við höfðum nægan tíma til þess að vinna leikinn og ætluðum ekki að skilja neinn tíma eftir á klukkunni en það gekk ekki upp," sagði Carroll í hálfgerðu losti eftir leik.

„Mér líður illa fyrir hönd strákanna sem voru búnir að standa sig svo vel til þess að komast í þessa stöðu. Ég hata að við skulum þurfa að lifa við þetta því við gerðum allt til þess að vinna leikinn."

Sjá má viðtal við hann hér. Að ofan má sjá síðustu sókn leiksins og klúðrið sem aldrei mun gleymast.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×