Sport

Fimm leikmenn sektaðir eftir Super Bowl slagsmálin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Slagsmálin dýru
Slagsmálin dýru vísir/getty
Fimm leikmenn hafa verið sektaðir vegna hegðunar sinnar í úrslitaleik bandaríska ruðningsins Super Bowl.

Bruce Irvin hjá Seattle Seahawks var sektaður um 10.000 dali fyrir að slá til andstæðings að tilefnislausu. Samherji hans Michael Bennett var sektaður um 8.268 dali að sömu ástæðu.

Rob Gronkowski og Michael Moomanawanui hjá New England Patriots voru sektaðir um 8.268 dali hvor fyrir þátttöku sína í slagsmálunum.

Að auki var Doug Baldwin hjá Seahawks sektaður um 11.025 dali fyrir að fagnaða snertimarki sínum með því að þykjast kafna á boltanum í þriðja leikhluta.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×