Enski boltinn

Nýr samningur: Hazard hjá Chelsea til 2020

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Stuðningsmenn Chelsea fengu þær góðu fréttir í dag að Belginn Eden Hazard hafi skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til loka tímabilsins 2020.

Hazard hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað þrettán mörk í 36 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

„Síðan ég kom fyrst árið 2012 hefur mér ávallt liðið vel og félagið hefur veitt mér mikinn stuðning. Knattspyrnustjórinn [Jose Mourinho] hefur hjálpað mér mikið að bæta minn leik, stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og ég á frábært samstarf við liðsfélaga mína,“ sagði Hazard í viðtali sem birtist á heimasíðu Chelsea.

Mourinho sagðist einnig vera hæstánægður með ákvörðun Hazard og segir að hann geti orðið „sá besti“. Hazard hefur skorað 43 mörk í alls 147 leikjum með Chelsea síðan hann kom og var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum félagsins á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×