Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Hjörtur Hjartarson skrifar 12. febrúar 2015 19:30 Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“ Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent