Lífið

Salurinn skaut Byssunni áfram

ingvar haraldsson skrifar
Byssan komst áfram eftir að hafa hrifið salinn með sér.
Byssan komst áfram eftir að hafa hrifið salinn með sér. vísir/andri marínó
Ingvar Örn Ákason, sem jafnan er kallaður Byssan, heillaði dómnefndina í Ísland got talent ekki framan af og fékk fjögur x. Ingvar flutti uppistand líkt og í keppninni á síðasta ári en þá komst hann ekki áfram.

Hinsvegar tókst Ingvari að vinna salinn á sitt band eftir að uppistandinu lauk. Bubbi byrjaði á að segja kannski, sagði svo nei, en eftir hvatningu frá salnum endaði Bubbi á að segja já. Selma Björnsdóttir sagði næst nei en Jón Jónsson sagði já.

Því féll úrslitaatkvæðið Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í skaut. Þorgerður sagði að salurinn væri „í tómri steypu.“ En að lokum gaf Þorgerður sig, sagði já, og hleypti Ingvari áfram.

Auddi spurði Ingvar þegar hann kom af sviðinu hvað hefði eiginlega gerst. Auddi hélt að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem einhver væri x-aður út en kæmist samt áfram.

„Þetta er mesta múgæsing sem ég hef upplifað,“ sagði Jón Jónsson.

Í myndböndunum hér að neðan má sjá atriði Ingvars nú og fyrir ári síðan.


Tengdar fréttir

Byssan leggur niður vopnin

Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×