Sport

Hrafnhild Eir undir 7,60 sekúndur í þriðja sinn á stuttum tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir.
Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir. Vísir/Valli
Fjórir frjálsíþróttamenn úr landsliðshópi FRÍ tóku þátt á Áskorendamóti Norðurlandanna í Bærum/Osló um helgina. Íslenska íþróttafólkið fór út án þjálfara en stóð sig með mikilli prýði á sínu fjórða móti á stuttum tíma.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA sigraði fyrri riðil 400 metra hlaupsins en hann kom í mark á tímanum 48,30 sekúndum og hafnaði í þriðja sæti keppninnar. Kolbeinn Höður setti Íslandsmet í greininni á dögunum þegar hann hljóp á 47,59 sekúndum.

Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir úr ÍR náði í þriðja skipti á stuttum tíma að hlaupa 60 metra undir 7,60 sekúndum en ÍR-ingurinn fótfrái kom í mark á 7,59 sekúndum. Helgina á undan setti Hrafnhild Eir Íslandsmet með því að hlaupa á 7,50 sekúndum á Meistaramóti Íslands og þá hljóp hún á 7,56 sekúndum á Stórmóti ÍR.

Kristinn Þór Kristinsson úr HSK bætti sinn ársbesta tíma í 800 metra hlaupi annað hlaupið í röð er hann kom í mark á tímanum en 1:51,74 mínútum. Kristinn Þór hljóp á 1:52,30 mínútur á Stórmóti ÍR.

Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR stökk síðan 7,02 metra í langstökki en hann var í erfiðleikum með aðhlaup sitt inn á plankann.

„Enginn íslenskur þjálfari fylgdi keppendum á þetta mót sem skoðast sem reynsluþátttaka í boðsmótaumhverfi þar sem hver og einn þarf að sjá um sig frá a-ö. Þetta var í fyrsta skipti sem landsliðsmönnum, sem náð höfðu árangursviðmiði  í völdum greinum, bauðst að nýta sér þetta mót með þessum hætti og að því stefnt að FRÍ skipuleggi þátttöku landsliðsmanna á mótið á næsta ári," segir í frétt um mótið inn á heimasíðu FRÍ.


Tengdar fréttir

Góð helgi fyrir kærustuparið

Spretthlauparinn Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir og langstökkvarinn Þorsteinn Ingvarsson fögnuðu bæði sigri í sínum greinum á Stórmóti ÍR um síðustu helgi.

Meðferðin á einstöku nafni Hrafnhild löngu hætt að pirra hana

Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hætti í handbolta þegar hún var sautján ára og skellti sér á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu. Um síðustu helgi var hún aðeins tveimur sekúndubrotum frá því að setja nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×