Sport

Góð helgi fyrir kærustuparið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Ingvarsson og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir.
Þorsteinn Ingvarsson og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir. Vísir/Valli
Spretthlauparinn Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir og langstökkvarinn Þorsteinn Ingvarsson fögnuðu bæði sigri í sínum greinum á Stórmóti ÍR um síðustu helgi og tryggðu sér einnig bæði þátttökurétt á Nordic Challenge sem fer fram í Bærum í Noregi 14. febrúar næstkomandi.

Þau toppuðu bæði á sama tíma því Hrafnhild var aðeins tveimur sekúndubrotum frá Íslandsmetinu í 60 metra hlaupi í sínu besta hlaupi á ferlinum og Þorsteinn bætti sinn besta árangur í langstökki á árinu með því að stökkva 7,33 metra.

Hrafnhild og Þorsteinn eru kærustupar og það var því örugglega mjög góð stemning á heimilinu eftir árangurinn um síðustu helgi.

„Það er gaman að geta verið í þessu saman en við náum yfirleitt ekki að fylgjast með hvort öðru þegar við erum að keppa því þá erum við sjálf að keppa,“ segir Hrafnhild. Þau æfa vanalega á sama tíma eftir að Þorsteinn kom yfir í ÍR fyrir stuttu.


Tengdar fréttir

Meðferðin á einstöku nafni Hrafnhild löngu hætt að pirra hana

Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hætti í handbolta þegar hún var sautján ára og skellti sér á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu. Um síðustu helgi var hún aðeins tveimur sekúndubrotum frá því að setja nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×