Innlent

Hefur hvorki játað né neitað

Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Konan sem í gær var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag hefur hvorki játað né neitað sök í málinu.

Sjá einnig: Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi

Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi og er talið að maðurinn hafi látist af völdum hnífsstungu. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru.

Ekki hefur verið upplýst um hvað fram hefur komið í yfirheyrslum yfir konunni en samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Inga Kristjánssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er ekki gert ráð fyrir að rannsóknin á mannslátinu komi til með að taka langan tíma.

Sjá einnig: Morð í sömu götu fyrir þremur árum

Lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar var konan á vettvangi. Fréttablaðið hafði eftir sjónarvotti að konan hefði verið leidd í handjárnum út úr íbúðinni tveimur tímum síðar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.