Höfuðsafn á leið á götuna Svavar Hávarðsson skrifar 19. febrúar 2015 06:00 Aðstaðan í kjallarnum dugar aðeins fyrir skrifstofuaðstöðu, en náttúruminjasýning hefur ekki verið uppi fimm ár. fréttablaðið/gva „Með þessu get ég ekki betur séð en staða Náttúruminjasafns Íslands sé verri í dag en hún hefur nokkru sinni verið,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður um húsnæðismál safnsins en húsaleigusamningi við safnið í Loftskeytastöðinni var sagt upp frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að forsætisráðherra, rektor HÍ, og þjóðminjavörður undirrituðu á þriðjudag samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota, þar sem Náttúruminjasafnið hefur skrifstofuaðstöðu, en stofnunin sinnir ekki sýningahaldi á eigin vegum þrátt fyrir að vera eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Þar segir, að við undirritun samningsins tekur HÍ við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum „auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingarsögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina“. Taki Háskólinn strax yfir allt húsið verður Náttúruminjasafnið að vera komið úr Loftskeytastöðinni með allt sitt hafurtask fyrir lok júlí. Hilmar hefur komið að máli við forsvarsmenn háskólans þar sem fram hafi komið að safninu yrði ekki ýtt út fyrr en búið væri að finna lausn á húsnæðisvanda þess, en Hilmar segir að eftir sem áður séu öll mál er varða safnið í fullkominni óvissu. Þessar ákvarðanir koma sér illa fyrir safnið og setja starfsemina og það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað á undanförnu rúmu ári í uppnám. Í húfi er m.a. rannsóknasamstarf við háskólastofnanir, segir Hilmar og bætir við að ekkert samráð hafi verið haft við hann þótt áhugi á áframhaldandi veru í húsinu hafi verið ráðamönnum kunnur. Spurður um framtíð safnsins segir Hilmar að mikill áhugi sé fyrir sýningarhaldi í Perlunni, en Reykjavíkurborg hefur lýst yfir vilja sínum til þess og fjárfestir er tilbúinn að koma að uppbyggingu. „Málið er til skoðunar í menntamálaráðuneytinu en við væntum þess að staðan þar skýrist fljótlega. Það hefur ekki horft vel með sýningarhald fyrir þessa stofnun, og meira segja óvissa núna um skrifstofuhaldið. Þjóðin á miklu betra skilið en þessa bágbornu stöðu. Við erum að tala um höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum,“ segir Hilmar en hrakningarsaga Náttúruminjasafnsins í húsnæðismálum teygir sig nú 126 ár aftur í tímann. Grunnsýningu Náttúruminjasafnsins átti að opna í Perlunni haustið 2014, samkvæmt samningi sem var undirritaður 13. mars 2013 af ríki og borg. Uppbygging sýningarinnar var liður í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur; 500 milljónum átti að verja til hönnunar og uppsetningar í Perlunni. Þessum áformum var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, efla náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að fræðsluefni fjölda stofnana. Eins vegna mikils vægis slíkrar sýningar í ferðaþjónustu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
„Með þessu get ég ekki betur séð en staða Náttúruminjasafns Íslands sé verri í dag en hún hefur nokkru sinni verið,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður um húsnæðismál safnsins en húsaleigusamningi við safnið í Loftskeytastöðinni var sagt upp frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að forsætisráðherra, rektor HÍ, og þjóðminjavörður undirrituðu á þriðjudag samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota, þar sem Náttúruminjasafnið hefur skrifstofuaðstöðu, en stofnunin sinnir ekki sýningahaldi á eigin vegum þrátt fyrir að vera eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Þar segir, að við undirritun samningsins tekur HÍ við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum „auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingarsögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina“. Taki Háskólinn strax yfir allt húsið verður Náttúruminjasafnið að vera komið úr Loftskeytastöðinni með allt sitt hafurtask fyrir lok júlí. Hilmar hefur komið að máli við forsvarsmenn háskólans þar sem fram hafi komið að safninu yrði ekki ýtt út fyrr en búið væri að finna lausn á húsnæðisvanda þess, en Hilmar segir að eftir sem áður séu öll mál er varða safnið í fullkominni óvissu. Þessar ákvarðanir koma sér illa fyrir safnið og setja starfsemina og það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað á undanförnu rúmu ári í uppnám. Í húfi er m.a. rannsóknasamstarf við háskólastofnanir, segir Hilmar og bætir við að ekkert samráð hafi verið haft við hann þótt áhugi á áframhaldandi veru í húsinu hafi verið ráðamönnum kunnur. Spurður um framtíð safnsins segir Hilmar að mikill áhugi sé fyrir sýningarhaldi í Perlunni, en Reykjavíkurborg hefur lýst yfir vilja sínum til þess og fjárfestir er tilbúinn að koma að uppbyggingu. „Málið er til skoðunar í menntamálaráðuneytinu en við væntum þess að staðan þar skýrist fljótlega. Það hefur ekki horft vel með sýningarhald fyrir þessa stofnun, og meira segja óvissa núna um skrifstofuhaldið. Þjóðin á miklu betra skilið en þessa bágbornu stöðu. Við erum að tala um höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum,“ segir Hilmar en hrakningarsaga Náttúruminjasafnsins í húsnæðismálum teygir sig nú 126 ár aftur í tímann. Grunnsýningu Náttúruminjasafnsins átti að opna í Perlunni haustið 2014, samkvæmt samningi sem var undirritaður 13. mars 2013 af ríki og borg. Uppbygging sýningarinnar var liður í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur; 500 milljónum átti að verja til hönnunar og uppsetningar í Perlunni. Þessum áformum var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, efla náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að fræðsluefni fjölda stofnana. Eins vegna mikils vægis slíkrar sýningar í ferðaþjónustu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“