Innlent

Aðflugið að Ísafjarðarflugvelli sagt eitt það erfiðasta í heimi

ingvar haraldsson skrifar
Aðflugið er eitt það erfiðasta í heimi samkvæmt flugvefnum Boldmethod.
Aðflugið er eitt það erfiðasta í heimi samkvæmt flugvefnum Boldmethod. vísir/gva

„Að lenda á Ísafjarðarflugvelli á Íslandi þýðir að þú þurfir að fljúga eitt tilkomumesta og erfiðasta aðflug í heimi,“ segir í umfjöllun flugvefsins Boldmethod um aðflugið að Ísafjarðarflugvelli.

Á vefnum er bent á að það sé ekkert lamb að leika sér við að lenda flugvél í Ísafjarðarbæ. Flugmenn þurfa að fljúga meðfram fjallshlíðinni yfir Ísafjörð og taka svo skarpa beygju innst í Skutulsfirði til að lenda á flugvellinum.

Aðflugið er ekki fyrir hvern sem er líkt og sjá má á myndböndunum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.