Innlent

Hraðaksturinn kostaði 140 þúsund

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Lögreglan á Suðurnesjum mældi ökumann á 159 kílómetra hraða um helgina. Þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. Því bíður hans 140 þúsund króna sekt, svipting ökuleyfis í tvo mánuði og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Samkvæmt lögreglunni voru fleiri ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, en fóru þeir nokkru hægar en sá ofangreindi.

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af ökumanni sem ók bifreið sem hafði ekki verið færð til skoðunar á réttum tíma. Hún reyndist að auki ótryggð þannig að skráningarnúmer voru fjarlægð af henni.

Allmargir ökumenn voru staðnir að því að virða ekki stöðvunarskyldu eða leggja ólöglega um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×