Enski boltinn

Kane gerði langan samning við Spurs

Kane fagnar í vetur.
Kane fagnar í vetur. vísir/getty
Tottenham er ekki búið að kaupa mann í dag en félagið er búið að tryggja sér þjónustu lykilmanns næstu árin.

Hinn 21 árs gamli framherji liðsins, Harry Kane, er nefnilega búinn að skrifa undir nýjan fimm og hálfs árs samning við félagið.

Strákurinn hefur heldur betur sannað gildi sitt í vetur en hann er búinn að skora 20 mörk í öllum keppnum og er sífellt að bæta sinn leik.

Þetta er uppalinn leikmaður sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2011 og skoraði í sínum fyrsta leik í ensku deildinni í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×