Innlent

Leita að eiganda Husky-hunds sem varð fyrir bíl á Selfossi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan telur hugsanlegt að dýrið hafi slasast.
Lögreglan telur hugsanlegt að dýrið hafi slasast. vísir/getty
Lögreglan á Suðurlandi leitar að eiganda Husky-hunds sem varð fyrir bíl við Austurveg á Selfossi á föstudag. Hundurinn hljóp í veg fyrir Toyota Yaris bifreið og skall á vinstra framhorni bílsins. Hann féll við en stóð strax upp og hljóp í burtu.

Lögreglan telur hugsanlegt að hundurinn hafi slasast. Því biður lögregla þá sem veitt geta upplýsingar um atvikið og/eða vita hver eigandi hundsins er að hafa samband við lögregluna í síma 444-2010 eða senda tölvupóst á netfangið sudurland@logreglan.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×