Innlent

Fær ekki fullar bætur því hann fór yfir á rauðu ljósi

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjóvá var í fullum rétti að lækka bætur drengs sem fór yfir á rauðu ljósi á hlaupahjóli samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sjóvá var í fullum rétti að lækka bætur drengs sem fór yfir á rauðu ljósi á hlaupahjóli samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/pjetur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað vátryggingataka og tryggingafélagið Sjóvá-Almennar af kröfu um bætur vegna umferðarslyss sem átti sér á gatnamótum Höfðabakka, Strengs og Bæjarháls í Reykjavík þann níunda júlí árið 2009.

Sá sem stefndi var á fimmtánda aldursári þegar slysið átti sér stað en hann var á leið heim úr vinnu hjá Ölgerðinni ásamt eldri bróður sínum.

Í skýrslu lögreglu kom fram að drengurinn var á hlauphjóli þegar ekið var á hann. Rætt var við ökumann bifreiðarinnar sem kvaðst hafa ekið Höfðabakkann í suður átt að gatnamótum Höfðabakka og Strengs. Með honum í bifreiðinni voru eiginkona hans og börn. Hafi hann verið á akrein lengst til hægri, en þrjár akreinar væru með þessa akstursstefnu að umferðarljósunum á umræddum gatnamótum. Ökumaðurinn hafi verið kominn að umferðarmerki sem segi til um hámarkshraða þegar hann tók eftir því að rautt ljó kom á beygjugrein til vinstri á umræddum gatnamótum en grænt ljós hafi logað enn fyrir akstursstefnu hans.

Talsverð umferð hafi verið á gatnamótunum og sá ökumaðurinn drenginn á hlaupahjólinu sekúndubroti áður en hann skall á vinstri hlið bifreiðarinnar, framarlega við stuðara, á hliðarspegli vinstra megin og utan í hurð ökumannsmegin á bifreiðinni.

Sagði ökumaðurinn í skýrslunni að verksummerki staðfesti framburð ökumanns en hann sagðist hafa ekið bifreiðinni á um 55 til 60 kílómetra hraða á klukkustund þegar slysið varð en hámarkshraði á þessari leið er 60 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn sagðist fullviss um að grænt ljós hafi lokgað á götuvita fyrir hans akstursstefnu og að „rauður kall“ hafi verið fyrir gangandi umferð sem stefnanda hafi borið að fara eftir.

Rætt var við eldri bróður drengsins sem sagði yngri bróður sinn hafa farið yfir á rauðu ljósi.

Drengurinn fór fram að að stefndu greiddu honum fullar bætur vegna þess tjóns sem hann hafði orðið fyrir í slysinu. Kröfu sína byggði hann á því að tjón skuli bæta úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar og taldi ákvörðun Sjóvár ranga að skerða skaðabætur til sín um fjórðung.

Sjóvá og vátryggingatakinn kröfðu sýknu sem byggðist á því að vátryggingafélaginu hafi verið heimilit að beita lækkunarheimild í ljósi þess að drengurinn hafði farið yfir mikla umferðarhötu gegn rauðu ljósi og án þess að athuga með umferð. Drengurinn hafi því verið meðvaldur að tjóni sínu vegna stórkostlegs gáleysis.

Héraðsdómur Reykjavíkur mat það því svo að gáleysi drengsins hafi verið stórkostlegt og því hafi Sjóvá verið í fullum rétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×