Innlent

Kastljós féll niður vegna bilunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.
Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss. Vísir/Vilhelm
Kastljóssþáttur kvöldsins í Sjónvarpinu féll niður vegna tæknilegrar bilunar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var væntanlegur í þáttinn og átti einnig að spila innslag til viðbótar en eins og áður segir, þurfti að fresta þættinum vegna tæknilegrar bilunar.

„Það voru einhverjir tæknilegir örðugleikar. Ég er ekki nákvæmlega með það á hreinu hvers eðlis þeir voru en þetta var einhverskonar bilun,“ segir Sigmar og því lítið hæft í þeim sögusögnum að þátturinn hafi óvænt verið tekinn af dagskrá að hans sögn.

„Dagur átti að vera, var kynntur inn í lok frétta, og við vorum með annað innslag en þurfum að fresta því,“ segir Sigmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×