Innlent

Björgvin um dvölina á Vogi: „Fyrsta hluta lokið á leið til betra lífs án áfengis"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. VÍSIR/VILHELM/GUNNAR
„Fyrsta hluta lokið á leið til betra lífs án áfengis, 10 strembnir en ógleymanlegir dagar að baki og nokkrir sérlega fínir heima á milli.“ Svona hefst færsla frá Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi ráðherra og sveitarstjóri Áshrepps, á Facebook en hann ákvað á dögunum að fara í áfengismeðferð á Vogi.

Björgvin tók þá ákvörðun eftir að honum var sagt upp sem sveitarstjóra Áshrepps í janúar fyrir að hafa dregið sér fé í opinberu starfi.

„Nú tekur framhaldið við í mánuð. Þakka þann kveðjufjölda sem þið hafið sent mér. Alveg makalaust hvað lítil kveðja eða like hefur mikið að segja.“

Björgvin þakkar fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið síðustu misseri.

„Það fleytir manni langt í réttu áttina.“


Tengdar fréttir

Björgvin mættur á Vog

"Dagur 0 er hann kallaður þegar stigið er inn í ljósið og vanmáttur viðurkenndur,“ segir Björgvin G. Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×