Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 22:01 Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi mælti fyrir breytingunum. Vísir/STEFÁN Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira