Sævar í Leonard mun sitja í fangelsi í 3 mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 13:38 Frá aðalmeðferð í janúar. Vísir/Ernir Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði. Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði.
Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30