Sævar í Leonard mun sitja í fangelsi í 3 mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 13:38 Frá aðalmeðferð í janúar. Vísir/Ernir Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði. Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði.
Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30