Innlent

Spyr ráðherra um matarsóun

Atli Ísleifsson skrifar
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Getty/Valli
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur beint fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra um matarsóun.

Brynhildur spyr ráðherra meðal annars um hvort umfang matarsóunar hafi verið mælt og hvort ráðherra telji matarsóun vera vandamál og ef svo er, hvernig hann hyggst regðast við því.

Fyrirspurnin í heild sinni:

1.Hvernig skilgreinir ráðherra matarsóun?

2.Hefur umfang matarsóunar hér á landi verið mælt eða á það lagt mat og ef svo er, hver var niðurstaðan?

3.Ef umfangið hefur verið metið, hversu miklu af matarafgöngum sem hefði mátt nýta er hent:

a. í mötuneytum,

b. í verslunum,

c. á heimilum,

d. á öðrum stöðum?

4.Ef matarsóun hefur ekki verið metin, hvert má gera ráð fyrir að umfang hennar sé miðað við reynslu þeirra þjóða sem lengst eru komnar við að meta matarsóun? Ef unnt er, óskast svarið sundurliðað eins og greinir í 3. tölul.

5.Hve háum fjárhæðum nemur árleg matarsóun hér á landi að mati ráðherra?

6.Telur ráðherra að matarsóun sé vandamál á Íslandi og ef svo er, hvernig hyggst hann bregðast við því?

7.Ef umfang matarsóunar hefur ekki verið metið, hvenær áætlar ráðherra að það verði gert?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×