Innlent

„Kerfi eru til fyrir fólk, fólk er ekki til fyrir kerfi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka Þroskahjálpa og Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka Þroskahjálpa og Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins. vísir
„Starfsfólkið er miður sín vegna þeirra mistaka sem gerð voru," segir forstöðumaður Hins hússins og heitir því að verkferlar verði bættir. Formaður Þroskahjálpar telur að ekki sé borin nægileg virðing fyrir lífi og lífsgæðum fatlaðs fólks.

Sérstök úttekt verður gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur hjá Reykjavíkurborg og hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ólöf Þorbjörg fannst í bifreið ferðaþjónustu fatlaðra eftir að víðtæk leit hafði verið gerð að henni í borginni á miðvikudagskvöld.

Hitt húsið hefur mátt sæta mikillar gagnrýnar fyrir slæleg vinnubrögð í fyrradag, meðal annars frá borgarstjóranum.

„Við biðjumst afsökunar á þessu,“ segir Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins.

„Þetta hefur alltaf verið í ákveðnum farvegi, þ.e.a.s þegar ungmenni koma til okkar þá merkjum við við og ef þau mæta enginn tilkynning borist þá höfum við samband við foreldra en það brást í þetta sinn.“

Markús skorast ekki undan ábyrgð í þessu máli en segir að allir í keðjunni verði að vinna betur saman.

„Við verðum að gera það til þess að þessi þjónusta sé ásættanleg.“

Formaður Landsamtakanna Þroskahjálp segir að henni hafi brugðið illa við þessum fréttum.

„Ég held að það sé einhver kerfisleg hugsanavilla í gangi, þar sem menn bera ekki virðingu fyrir lífi fólks og lífsgæðum fólks og þeir sem vinna inn í kerfunum séu of uppteknir við það að búa til kerfið sjálft og gleyma að kerfi eru til fyrir fólk, fólk er ekki til fyrir kerfi,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka Þroskahjálpa.


Tengdar fréttir

Allt fór úrskeiðis sem mögulegt var

Mál Ólafar Þorbjargar dregur dilk á eftir sér. Lögregla og Reykjavíkurborg gera úttekt á málinu. Bílstjórinn segist ætla að halda áfram að keyra fyrir ferðaþjónustu fatlaðra standi það til boða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×