Innlent

Enginn þorði í Ólafíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Framboðsfrestur til formanns VR og stjórnar félagsins rann út á hádegi í dag. Samkvæmt heimildum Vísis barst ekkert mótframboð gegn sitjandi formanni, Ólafíu B. Rafnsdóttur.

Formaður VR er kjörin til 2 ára. Ólafía var kjörin formaður félagsins árið 2013 en hún bauð sig fram gegn þáverandi formanni, Stefáni Einari Stefánssyni.

Ólafía vann þá stórsigur en hún hlaut 76% atkvæða og Stefán Einar um 24% atkvæða. Hún varð þar með fyrsta konan í 122 ára sögu VR til að verða formaður félagsins.

Í október síðastliðnum var Ólafía svo kosin fyrsti varaforseti ASÍ.


Tengdar fréttir

Mikil ásókn í jafnlaunavottun VR

Jafnlaunavottun VR fer afar vel af stað, og hafa ellefu fyrirtæki og stofnanir þegar fengið jafnlaunavottun. Fimmtán til viðbótar eru í vottunarferlinu og á fimmta tug hafa sótt um að fá vottunina.

Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR

Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%.

VR samþykkir kjarasamninga

Þáttaka í atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings VR og Samtaka atvinnulífsins var rúm 13 prósent og um 55 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu já.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×