Innlent

Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR

Ólafía Rafnsdóttir var kjörinn formaður VR, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag.
Ólafía Rafnsdóttir var kjörinn formaður VR, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag. Mynd/ GVA.

Ólafía B. Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. Ólafía hlaut 4785 atkvæði en Stefán Einar 1499. Þau voru tvö í framboði.

Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá VR hefur staðið yfir í viku og var félagsmönnum gefinn kostur á að greiða atkvæði á netinu.

Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til formanns og stjórnar VR, sem stóð frá 7. mars 2013 til kl. 12:00 á hádegi þann 15. mars 2013 er nú lokið. Atkvæði greiddu 6.353. Á kjörskrá voru alls 29.439. Kosningaþátttaka var því 21,58%.

Sjö stjórnarmenn – til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR.

Ásta Rut Jónasdóttir
Ragnar Þór Ingólfsson
Rannveig Sigurðardóttir
Páll Örn Líndal
Helga Ingólfsdóttir
Birgir Már Guðmundsson
Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir

Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs

Benedikt Vilhjálmsson
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Óskar Kristjánsson

Kjörtímabil nýkjörinni aðila hefst á aðalfundi VR sem haldinn verður í apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.