Ríkisstjórnin getur ekki verið stikkfrí Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2015 12:50 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir svik og hafa hleypt kjaraviðræðum í landinu í uppnám. Stjórnin geti ekki fríað sig ábyrgð. vísir/gva Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ríkisstjórnina einhliða hafa sagt upp áratuga samstarfi stjórnvalda við aðila vinnumarkaðrins. Ríki og sveitarfélög hafi mótað nýja launastefnu sem stefni friði á vinnumarkaði í voða en það sé einsdæmi að opinberir aðilar leiði þróun kjarasamninga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skrifar harðorðan leiðara á heimasíðu samtakanna í dag þar sem hann segir þær launahækkanir sem ríki og sveitarfélög hafi samið um við einstaka hópa upp á tugi prósenta, séu nú orðnar að kröfum þeirra stéttarfélaga sem hafi lausa samninga í lok febrúar. Ríki og sveitarfélög hafi mótað nýja launastefnu sem stefni friði á almennum vinnumarkaði í voða sem og hjá hinu opinbera því aðrar heilbrigðisstéttir sem eigi eftir að semja muni krefjast sömu hækkana og læknar. „Ég veit ekki hvernig ríkisstjórnin ætlar að vinna út úr þessari stöðu. En hún er mjög snúin og hefur sett ástandið á almenna vinnumarkaðnum í algert uppnám,“ segir Þorsteinn. Þetta séu vonbrigði því mikill árangur hafi náðst með samningum í desember 2013 til að auka kaupmátt og ná niður verðbólgu sem nú mælist innan við eitt prósent. „Það er alveg ljóst að sú staða sem verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum er sett í vegna þessa er mjög erfið og við höfum ríkan skilning á því,“ segir Þorsteinn. Það breyti því hins vegar ekki að ef þær launahækkanir sem ríki og sveitarfélög hafi haft forystu um að samþiggja verði velt yfir allan vinnumarkaðinn verði efnahagsleg kollsteypa í samfélaginu. Ríkisstjórnin svikið ýmislegt. Hún hafi ekki staðið við lækkun tryggingagjalds samhliða minnkandi atvinnuleysi, tekjustofn fæðingarorlofssjóðs hafi verið skertur, framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og réttur til atvinnuleysisbóta sömuleiðis, án samsvarandi lækkunar tryggingagjalds. Þá hafi ríkisstjórnin ákveðið að virða ekki lögbundna skuldbindingu sína til framlags til starfsendurhæfingarsjóðsins Virk. Allt þetta hafi verið samið um á samstarfsvettvangi aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda en ríkisstjórnin nú sagt upp einhlíða. Ríkisstjórnin verði að gera upp við sig hvort hún ætli að eiga samstarf við aðila vinnumarkaðrins eins og stjórnvöld hafi átt undanfarna þrjá áratugi eða ekki. „Og ætlar hún hins vegar að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp á opinbera vinnumarkaðnum og hafa þá frumkvæði að því að leysa úr henni með einhverjum hætti,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórn geti ekki fríað sig ábyrgð og staðið til hliðar í þeim viðræðum sem framundan séu. „Nei, engan veginn. Það blasir algerlega við hvar var farið út af sporinu í síðustu kjarasamningalotu og á því verða stjórnvöld að bera ábyrgð," segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ríkisstjórnina einhliða hafa sagt upp áratuga samstarfi stjórnvalda við aðila vinnumarkaðrins. Ríki og sveitarfélög hafi mótað nýja launastefnu sem stefni friði á vinnumarkaði í voða en það sé einsdæmi að opinberir aðilar leiði þróun kjarasamninga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skrifar harðorðan leiðara á heimasíðu samtakanna í dag þar sem hann segir þær launahækkanir sem ríki og sveitarfélög hafi samið um við einstaka hópa upp á tugi prósenta, séu nú orðnar að kröfum þeirra stéttarfélaga sem hafi lausa samninga í lok febrúar. Ríki og sveitarfélög hafi mótað nýja launastefnu sem stefni friði á almennum vinnumarkaði í voða sem og hjá hinu opinbera því aðrar heilbrigðisstéttir sem eigi eftir að semja muni krefjast sömu hækkana og læknar. „Ég veit ekki hvernig ríkisstjórnin ætlar að vinna út úr þessari stöðu. En hún er mjög snúin og hefur sett ástandið á almenna vinnumarkaðnum í algert uppnám,“ segir Þorsteinn. Þetta séu vonbrigði því mikill árangur hafi náðst með samningum í desember 2013 til að auka kaupmátt og ná niður verðbólgu sem nú mælist innan við eitt prósent. „Það er alveg ljóst að sú staða sem verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum er sett í vegna þessa er mjög erfið og við höfum ríkan skilning á því,“ segir Þorsteinn. Það breyti því hins vegar ekki að ef þær launahækkanir sem ríki og sveitarfélög hafi haft forystu um að samþiggja verði velt yfir allan vinnumarkaðinn verði efnahagsleg kollsteypa í samfélaginu. Ríkisstjórnin svikið ýmislegt. Hún hafi ekki staðið við lækkun tryggingagjalds samhliða minnkandi atvinnuleysi, tekjustofn fæðingarorlofssjóðs hafi verið skertur, framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og réttur til atvinnuleysisbóta sömuleiðis, án samsvarandi lækkunar tryggingagjalds. Þá hafi ríkisstjórnin ákveðið að virða ekki lögbundna skuldbindingu sína til framlags til starfsendurhæfingarsjóðsins Virk. Allt þetta hafi verið samið um á samstarfsvettvangi aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda en ríkisstjórnin nú sagt upp einhlíða. Ríkisstjórnin verði að gera upp við sig hvort hún ætli að eiga samstarf við aðila vinnumarkaðrins eins og stjórnvöld hafi átt undanfarna þrjá áratugi eða ekki. „Og ætlar hún hins vegar að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp á opinbera vinnumarkaðnum og hafa þá frumkvæði að því að leysa úr henni með einhverjum hætti,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórn geti ekki fríað sig ábyrgð og staðið til hliðar í þeim viðræðum sem framundan séu. „Nei, engan veginn. Það blasir algerlega við hvar var farið út af sporinu í síðustu kjarasamningalotu og á því verða stjórnvöld að bera ábyrgð," segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira