Alrangt að ríkisstjórnin hafi hleypt upp ástandinu á vinnumarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2015 20:27 Bjarni segir rangt að ríkisvaldið hafi gengið á undan með samningum sem efnahagslífið þoli ekki sem hafi áhrif á kröfugerðina á almennum markaði. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir alrangt að ríkisstjórnin hafi hleypt upp ástandinu á vinnumarkaðnum með óábyrgum kjarasamningum. Dyr ríkisstjórnarinnar standi opnar geti hún liðkað fyrir samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum en ríkisstjórnin taki ekki við tilskipunum frá aðilum vinnumarkaðarins. Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa styrkt hag heimilanna um tugi milljarða króna. Aðilar vinnumarkaðarins verði að ráða sínum málum en dyr ríkisstjórnarinnar standi alltaf opnar ef ríkisstjórnin geti eitthvað liðkað til fyrir samningum. Bjarni segir rangt að ríkisvaldið hafi gengið á undan með samningum sem efnahagslífið þoli ekki sem hafi áhrif á kröfugerðina á almennum markaði. „Allur meginþorri þeirra samninga sem ríkið gerði á síðasta ári er í takt við þá stefnu sem var mörkuð af aðilum vinnumarkaðarins strax um haustið 2013. 90 prósent samninganna eru í samræmi við það. Önnur frávik, sem gjarnan er vísað til eiga sér sínar skýringar og þeim fylgir mikil hagræðing og kerfisbreytingar sem skýra þær launahækkanir sem þar eru að baki,“ segir Bjarni. Þróun launa allt frá árinu 2010 sýni að laun á almennum markaði hafi þvert á móti hækkað meira en laun hjá hinu opinbera. Það hafi verið mun meira launaskrið á almenna markaðnum. Launavísitölur sýni að allir hafi notið töluverðar kaupmáttaraukningar á síðasta ári og þar hafi aðgerðir ríkisstjórnarinnar mikil áhrif. „Mætti ég benda á skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa létt og munu létta milljarðatugum af heimilunum. Eða tekjuskattslækkunina upp á fimm milljarða strax á árinu 2014 sem auðvitað gildir áfram og þær breytingar sem þar voru gerðar til að lækka tekjuskattsprósentuna á allra lægstu launum,“ segir Bjarni. Þá muni lækkun vörugjalda um áramótin skila heimilunum fimm milljörðum króna og tryggingagjaldið hafi lækkað þótt skrefin séu smærri en sumir vildu. Það sé varla hægt að ætlast til meiri kaupmáttaraukningar en var í fyrra upp á fimm prósent. Ríkisstjórnin sé ekki að reyna að vera stikkfrí en vilji verja þann árangur sem náðst hafi. „Kaupmáttaraukningin í fyrra er slík að menn ættu frekar að vera að slá sér á brjóst og fagna þeim árangri sem þar hefur náðst en að segja að eitthvað hafi verið að gerast hér á síðustu misserum sem setji vinnumarkaðinn allan í uppnám“ Ríkisstjórnin hafi sína sjálfstæðu efnahagsstefnu en taki ekki við skipunum frá aðilum vinnumarkaðarins. „Hún hlustar eftir sjónarmiðum en henni verður ekki sagt fyrir verkum. Dyrnar standa áfram opnar. Við viljum eiga þetta samstarf. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum frá því að ríkisstjórnin var mynduð.“ Tengdar fréttir Aðildarfélög SGS undirbúa verkfallsaðgerðir Himinn og haf er á milli Starfsgreinasambandsins og SA sem saka ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi og reyna að vera stikkfrí í komandi kjaraviðræðum. 30. janúar 2015 19:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir alrangt að ríkisstjórnin hafi hleypt upp ástandinu á vinnumarkaðnum með óábyrgum kjarasamningum. Dyr ríkisstjórnarinnar standi opnar geti hún liðkað fyrir samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum en ríkisstjórnin taki ekki við tilskipunum frá aðilum vinnumarkaðarins. Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa styrkt hag heimilanna um tugi milljarða króna. Aðilar vinnumarkaðarins verði að ráða sínum málum en dyr ríkisstjórnarinnar standi alltaf opnar ef ríkisstjórnin geti eitthvað liðkað til fyrir samningum. Bjarni segir rangt að ríkisvaldið hafi gengið á undan með samningum sem efnahagslífið þoli ekki sem hafi áhrif á kröfugerðina á almennum markaði. „Allur meginþorri þeirra samninga sem ríkið gerði á síðasta ári er í takt við þá stefnu sem var mörkuð af aðilum vinnumarkaðarins strax um haustið 2013. 90 prósent samninganna eru í samræmi við það. Önnur frávik, sem gjarnan er vísað til eiga sér sínar skýringar og þeim fylgir mikil hagræðing og kerfisbreytingar sem skýra þær launahækkanir sem þar eru að baki,“ segir Bjarni. Þróun launa allt frá árinu 2010 sýni að laun á almennum markaði hafi þvert á móti hækkað meira en laun hjá hinu opinbera. Það hafi verið mun meira launaskrið á almenna markaðnum. Launavísitölur sýni að allir hafi notið töluverðar kaupmáttaraukningar á síðasta ári og þar hafi aðgerðir ríkisstjórnarinnar mikil áhrif. „Mætti ég benda á skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa létt og munu létta milljarðatugum af heimilunum. Eða tekjuskattslækkunina upp á fimm milljarða strax á árinu 2014 sem auðvitað gildir áfram og þær breytingar sem þar voru gerðar til að lækka tekjuskattsprósentuna á allra lægstu launum,“ segir Bjarni. Þá muni lækkun vörugjalda um áramótin skila heimilunum fimm milljörðum króna og tryggingagjaldið hafi lækkað þótt skrefin séu smærri en sumir vildu. Það sé varla hægt að ætlast til meiri kaupmáttaraukningar en var í fyrra upp á fimm prósent. Ríkisstjórnin sé ekki að reyna að vera stikkfrí en vilji verja þann árangur sem náðst hafi. „Kaupmáttaraukningin í fyrra er slík að menn ættu frekar að vera að slá sér á brjóst og fagna þeim árangri sem þar hefur náðst en að segja að eitthvað hafi verið að gerast hér á síðustu misserum sem setji vinnumarkaðinn allan í uppnám“ Ríkisstjórnin hafi sína sjálfstæðu efnahagsstefnu en taki ekki við skipunum frá aðilum vinnumarkaðarins. „Hún hlustar eftir sjónarmiðum en henni verður ekki sagt fyrir verkum. Dyrnar standa áfram opnar. Við viljum eiga þetta samstarf. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum frá því að ríkisstjórnin var mynduð.“
Tengdar fréttir Aðildarfélög SGS undirbúa verkfallsaðgerðir Himinn og haf er á milli Starfsgreinasambandsins og SA sem saka ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi og reyna að vera stikkfrí í komandi kjaraviðræðum. 30. janúar 2015 19:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Aðildarfélög SGS undirbúa verkfallsaðgerðir Himinn og haf er á milli Starfsgreinasambandsins og SA sem saka ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi og reyna að vera stikkfrí í komandi kjaraviðræðum. 30. janúar 2015 19:59