Aðildarfélög SGS undirbúa verkfallsaðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2015 19:59 Miklar líkur eru á að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu hefji verkfallsaðgerðir öðru hvoru megin við páska. Himinn og haf er á milli sambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem saka ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi og reyna að vera stikkfrí í komandi kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins beina spjótum sínum að stjórnvöldum og segja þau hafa svikið ýmislegt sem samið var um í þríhliða viðræðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Segja þau ríkisstjórnina bera töluvert mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er á vinnumarkaðnum. Ríkistjórnin hafi ekki staðið við lækkun tryggingagjalds samhliða minnkandi atvinnuleysi, tekjustofn fæðingarorlofssjóðs hafi verið skertur, framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og réttur til atvinnuleysisbóta sömuleiðis og þá hafi ríkisstjórnin ákveðið að virða ekki lögbundna skuldbindingu sína til framlags til starfsendurhæfingarsjóðsins Virk. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir alveg klárt að sú staða sem upp hafi komið sé að stórum hluta vegna þeirrar þróunar sem hafi átt sér stað á opinberum vinnumarkaði. „Auðvitað bera stjórnvöld ekki alla ábyrgð á því. Það voru hópar sem fóru á stjórnvöld með bólgnar og miklar kröfur sem þeir höfðu í gegn. Það hefur hins vegar mótað hér alveg nýja stöðu.“ Þróunin móti kröfur á almennum markaði nú og það valdi vonbrigðum að stjórnvöld hafi horfið frá farsælu þríhliða samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Það er breyting frá því sem verið hefur undanfarna þrjá áratugi og við teljum þetta ekki farsæla þróun. Við teljum að þetta fyrirkomulag hafi hjálpað okkur að takast á við mjög erfið viðfangsefni á vinnumarkaði og efnahagsmálum almennt í gegnum tíðina og það væri misráðið að hverfa frá því.“ Mikilvægt sé að fá stjórnvöld að samningum, þar geti enginn verið stikkfrí. Eftir að Samtök atvinnulífsins höfðuðu kröfum Starfsgreinasambandsins á mánudag sem samningsgrundvelli stefnir því allt í verkfall en sambandið mun vísa deilunni til ríkissáttasemjara næst komandi mánudag. Himin og haf skilur deiluaðila að og ólíklegt að samningar náist á næstu vikum. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir það ekki vera neitt launungamál að sambandið sé farið að undirbúa aðgerðir. Aðildarfélögin okkar eru í startholunum og skoða útfærslur og svo framvegis. Ef við erum að tala um einhvern tímaramma þá gætu aðgerðir skollið á öðru hvorum megin við páska.“ Félögin séu nú að meta hvort gripið verði til tímabundinna aðgerða eða eða allsherjarverkfalls. Drífa segist vonast til þess að SA sýni þá ábyrgð að setjast niður við samningaborðið. „Það er fyrsta skrefið.“ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Miklar líkur eru á að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu hefji verkfallsaðgerðir öðru hvoru megin við páska. Himinn og haf er á milli sambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem saka ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi og reyna að vera stikkfrí í komandi kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins beina spjótum sínum að stjórnvöldum og segja þau hafa svikið ýmislegt sem samið var um í þríhliða viðræðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Segja þau ríkisstjórnina bera töluvert mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er á vinnumarkaðnum. Ríkistjórnin hafi ekki staðið við lækkun tryggingagjalds samhliða minnkandi atvinnuleysi, tekjustofn fæðingarorlofssjóðs hafi verið skertur, framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og réttur til atvinnuleysisbóta sömuleiðis og þá hafi ríkisstjórnin ákveðið að virða ekki lögbundna skuldbindingu sína til framlags til starfsendurhæfingarsjóðsins Virk. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir alveg klárt að sú staða sem upp hafi komið sé að stórum hluta vegna þeirrar þróunar sem hafi átt sér stað á opinberum vinnumarkaði. „Auðvitað bera stjórnvöld ekki alla ábyrgð á því. Það voru hópar sem fóru á stjórnvöld með bólgnar og miklar kröfur sem þeir höfðu í gegn. Það hefur hins vegar mótað hér alveg nýja stöðu.“ Þróunin móti kröfur á almennum markaði nú og það valdi vonbrigðum að stjórnvöld hafi horfið frá farsælu þríhliða samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Það er breyting frá því sem verið hefur undanfarna þrjá áratugi og við teljum þetta ekki farsæla þróun. Við teljum að þetta fyrirkomulag hafi hjálpað okkur að takast á við mjög erfið viðfangsefni á vinnumarkaði og efnahagsmálum almennt í gegnum tíðina og það væri misráðið að hverfa frá því.“ Mikilvægt sé að fá stjórnvöld að samningum, þar geti enginn verið stikkfrí. Eftir að Samtök atvinnulífsins höfðuðu kröfum Starfsgreinasambandsins á mánudag sem samningsgrundvelli stefnir því allt í verkfall en sambandið mun vísa deilunni til ríkissáttasemjara næst komandi mánudag. Himin og haf skilur deiluaðila að og ólíklegt að samningar náist á næstu vikum. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir það ekki vera neitt launungamál að sambandið sé farið að undirbúa aðgerðir. Aðildarfélögin okkar eru í startholunum og skoða útfærslur og svo framvegis. Ef við erum að tala um einhvern tímaramma þá gætu aðgerðir skollið á öðru hvorum megin við páska.“ Félögin séu nú að meta hvort gripið verði til tímabundinna aðgerða eða eða allsherjarverkfalls. Drífa segist vonast til þess að SA sýni þá ábyrgð að setjast niður við samningaborðið. „Það er fyrsta skrefið.“
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira