Hundrað viðburðir til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2015 13:05 Meðfylgjandi er mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndina tók Magnús Ólafsson, ljósmyndari, þann 7. júlí 1915 þegar efnt var til hátíðahalda í tilefni af kosningarétti kvenna sem konungur staðfesti þann 19. júní það sama ár. mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum, smáum og stórum, í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með hátíðahöldunum verður minnst þess árangurs sem náðst hefur í kvenréttindabaráttunni og hvatt til jafnréttis kynja á öllum sviðum. Forsætisnefnd mun hafa umsjón með hátíðahöldunum sem hefjast formlega í dag með umfjöllun í borgarstjórn. Meðal viðburða á afmælisárinu er myndlistarsýningin Vatnsberinn FJALL+KONA, sem haldin verður í Ásmundarsafni í febrúar, hátíðardagskrá á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, ráðstefna um aðgerðir gegn heimilisofbeldi í apríl og samsýning 30 myndlistarkvenna í Listasafni Reykjavíkur í september, en þær konur sýndu fyrst saman á Kjarvalsstöðum á árinu 1985. Þá má nefna gönguferðir á kvennasöguslóðir og samstarf við ýmsa skipuleggjendur í grasrótarstarfi í borginni. Viðburðir vegna kosningaafmælisins verða haldnir af öllum fagsviðum Reykjavíkurborgar og munu tengjast öðrum hátíðum á hennar vegum, s.s. Menningarnótt, Fjölmenningardegi og Barnamenningarhátíð. Stofnuð hefur verið Facebook-síða í tilefni afmælisins, þar sem upplýsingum um alla viðburði verður deilt og jafnframt miðlað upplýsingum um stöðu kvenna á ýmsum tímum og kona vikunnar kynnt. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum, smáum og stórum, í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með hátíðahöldunum verður minnst þess árangurs sem náðst hefur í kvenréttindabaráttunni og hvatt til jafnréttis kynja á öllum sviðum. Forsætisnefnd mun hafa umsjón með hátíðahöldunum sem hefjast formlega í dag með umfjöllun í borgarstjórn. Meðal viðburða á afmælisárinu er myndlistarsýningin Vatnsberinn FJALL+KONA, sem haldin verður í Ásmundarsafni í febrúar, hátíðardagskrá á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, ráðstefna um aðgerðir gegn heimilisofbeldi í apríl og samsýning 30 myndlistarkvenna í Listasafni Reykjavíkur í september, en þær konur sýndu fyrst saman á Kjarvalsstöðum á árinu 1985. Þá má nefna gönguferðir á kvennasöguslóðir og samstarf við ýmsa skipuleggjendur í grasrótarstarfi í borginni. Viðburðir vegna kosningaafmælisins verða haldnir af öllum fagsviðum Reykjavíkurborgar og munu tengjast öðrum hátíðum á hennar vegum, s.s. Menningarnótt, Fjölmenningardegi og Barnamenningarhátíð. Stofnuð hefur verið Facebook-síða í tilefni afmælisins, þar sem upplýsingum um alla viðburði verður deilt og jafnframt miðlað upplýsingum um stöðu kvenna á ýmsum tímum og kona vikunnar kynnt.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent