Innlent

Aðgengi Íslendinga að opinberum upplýsingum versnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ísland hrapar niður um fjórtán sæti og er nú í 27. sæti listans ásamt Belgíu.
Ísland hrapar niður um fjórtán sæti og er nú í 27. sæti listans ásamt Belgíu. Vísir/AFP

Ísland mælist í næst neðsta sæti þegar kemur að gegnsæi og aðgengi að opinberum upplýsingum meðal þeirra ríkja sem komið hafa á upplýsingalögum samkvæmt nýrri skýrslu World Wide Web Foundation.

Ísland hrapar niður um fjórtán sæti og er nú í 27. sæti listans ásamt Belgíu. Írland er í 31. sæti og neðst þeirra Evrópuríkja sem voru tekin til rannsóknar hjá stofnuninni.

Bretland er í efsta sæti listans, Bandaríkin í öðru og Svíþjóð í því þriðja. Í frétt BBC segir að alls hafi 86 ríki verið metin á grundvelli þess hve auðvelt stjórnvöld geri almenningi að nálgast og greina opinberar upplýsingar.

Í skýrslunni segir að skor bæði Danmerkur og Íslands hafi lækkað frá árinu 2013 – fyrst og fremst vegna versnandi framkvæmd laganna – en að hluta til hafi gildi ríkjanna ranglega mælst of há árið 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.